Djúpsteikingarolía sem ekki er endurnýjuð — umfangsmikið heilsufarsvandamál
„Hversu oft skiptirðu um djúpsteikingarolíu?“ spurði mamman dóttur sína sem vann í sjoppu á landsbyggðinni.
Svar dótturinnar kom hiklaust: „Næstum aldrei.“

Eitt orð — aldrei — ætti að fá okkur öll til að staldra við
Fáir gera sér grein fyrir því hvað gerist í djúpsteikingarpotti þar sem olían er notuð aftur og aftur, dag eftir dag. Þetta snýst ekki bara um bragð. Þetta snýst um efnafræði, niðurbrot og heilsufarsáhættu.
Olía sem brotnar niður verður hættuleg
Djúpsteikingarolía hitnar í 170–190°C. Við þannig hita oxast olían hratt, brotnar niður og myndar eiturefni sem tengjast alvarlegum sjúkdómum.
Ef olíu er ekki skipt út reglulega myndast meðal annars:
• transfitusýrur
• aldehýð og önnur oxuð fituefni
• niðurbrotsefni sem auka bólgur
• akrýlamíð, efni tengt krabbameinsáhættu
Á hverjum degi sem olían er endurnýtt safnast þessi efni stöðugt upp.
Afleiðingarnar geta verið bólgur, hjarta- og æðasjúkdómar og bæði líkamlegur og tilfinningalegur skaði.
Líkamlegur skaði á = frumum, líffærum, hjarta, efnaskiptum og bólgukerfi.
Tilfinningalegur skaði á = líðan, geðheilsu, orkustigi og taugakerfi.

Rannsóknir sýna að niðurbrotsefni úr ofnotaðri djúpsteikingarolíu geta:
• skemmt frumuhimnur
• aukið oxunarálag
• raskað starfsemi hvatbera
• stuðlað að hjarta- og æðasjúkdómum
• aukið bólgusvörun og efnaskiptatruflanir
Gamla, dökka og þykka olían sem lyktar illa er því mun skaðlegri en flestir gera sér grein fyrir.
Pottur fullur af óhreinindum
Í djúpsteikingarpotti safnast stöðugt:
• brauðmylsna
• próteinafgangar
• sykur og krydd
• grænmetisagnir
Þegar olían hitnar aftur og aftur brenna þessar leifar og mynda eiturefni sem blandast út í matinn — og enda inni í líkama viðskiptavinarins.
Jafnvel gufan sem rýkur upp úr pottinum inniheldur skaðleg aldehýð sem starfsfólk andar að sér daglega.
Þetta er því heilsufarsvandamál bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn.
Neytendur eiga betra skilið
Staðir sem selja djúpsteiktan mat ættu að:
• skipta reglulega um olíu
• mæla gæði olíunnar
• þrífa pottinn milli skipta
• nota olíur sem þola háan hita án þess að brotna hratt niður
Niðurstaða
Djúpsteikingarolía sem er sjaldan eða aldrei endurnýjuð er heilsufarsáhætta, ekki bragðatriði. Hún inniheldur efni sem líkaminn hefur enga not fyrir og geta haft varanleg áhrif á bólgur, hjartaheilsu og efnaskipti.
Neytendur eiga rétt á að vita hvað fer í matinn þeirra, og starfsfólk á rétt á öruggu vinnuumhverfi.
Svarið „næstum aldrei“ er ekki saklaust.

