Næringarráðgjöf

Ráðgjöfin er einstaklingsmiðuð og aðlöguð að þörfum hvers og eins.

Unnið er út frá þeim þáttum sem talið er mest aðkallandi að vinna á og þeim forgangsraðað eftir mikilvægi.

Lykilatriði er að taka ábyrgð á eigin heilsu og vinna markvisst með þá þætti sem mögulega hamla árangri, svo sem lélegri meltingu, fæðuóþoli, blóðsykursójafnvægi og eða matarfíkn.

Til að hægt sé að taka á heilsutengdum þáttum er nauðsynlegt að skoða alla  samverkandi þætti, meta styrkleika okkar og vinna í því sem betur má fara. Varanlegur árangur og bætt lífsgæði verður sameiginlegt markmið sem unnið er með.