Bítið / Visir.is / 24. nóvember 2025
Þetta er langhættulegasti matur sem þú lætur ofan í þig
Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, fór í Bítíð á Vísir.is og ræddi um áhrif uninna og sérstaklega gjöruninna matvæla á heilsu.
Einnig má lesa fróðlega grein eftir Betu Reynis um áhættuna sem fylgir endurnýtingu djúpsteikingarolíu, þar sem fjallað er um hvernig efni og niðurbrot í olíu geta haft alvarleg áhrif á heilsu.
Greinina má finna hér: NÆSTUM ALDREI
Fréttatími Sýn / Kl:19:30 / 20. nóvember
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“
Í frétt á Vísir.is bindur Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, vonir við að fólk vakni loksins til vitundar um skaðsemi þess að borða mikið af gjörunninni fæðu.
Heilsu Hlaðvarp - Lukku og Jóhönnu Vilhjálms
Beta Reynis Næringarfræðingur - Magasýrur, melting og næring - þegar vísindin og reynslan mætast
Í þessum þætti spjöllum við við Elísabetu Reynisdóttur, næringarþerapista og næringarfræðing, sem hefur áratuga reynslu á sviði heilsu og næringar.
Samræðan spannar víðan völl, frá magasýrum og meltingu yfir í samsetningu máltíða, vítamín, og dýpri spurningar um hvernig við getum hlustað á líkamann.
Reykjavík síðdegis / Visir.is / 13. nóvember 2025
Kolsýrt vatn er gott fyrir fólk sem þarf að taka magasýrulækkandi lyf – Beta Reynis
Í viðtalinu ræðir Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur og rithöfundur, hvernig kolsýrt vatn geti haft mismunandi áhrif á fólk sem notar magasýrulækkandi lyf. Hún útskýrir að þegar slík lyf breyta sýrustigi í maga geti sumir upplifað að kolsýrt vatn henti þeim betur en venjulegt vatn, án þess þó að fullyrða um áhrif eða ávinning. Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig melting og líðan geta breyst við lyfjanotkun og hvetja fólk til að fylgjast með hvað hentar því persónulega.
Reykjavík síðdegis / Visir.is / 18. september 2025
Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið
Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni.
Eins og lífið er - Beta Reynis
Sigríður Júlía - Lýðskólinn á Flateyri
Hvernig er starfsumhverfið á Flateyri? Hvernig eru vinnufélagarnir? Við fáum svör við þessum spurningum og fleirum í hlaðvarpsþætti sem fjallar ekki bara um hafið fjöllin, heldur líka fólkið og þá óbeisluðu möguleika og atvinnutækifæri sem leynast í litlum sjávarplássum um landið allt.
Áhugavert og hvetjandi viðtal sem án efa á eftir að kveikja áhuga og hvetja til dáða.
Með lífið í lúkunum - Hlaðvarp með Heilsu Erlu
Þegar áskoranir verða innblástur
Í þættinum ræðir Erla við Betu Reynis næringarfræðing, næringarþerapista og frumkvöðul um magnaða lífreynslu þegar hún greindist með taugasjúkdóminn Guillain–Barré og lamaðist en náði að vinna sig upp úr heilsuleysinu með hugarfari og lífstíl.
Þær stöllur ræða um næringu almennt og ýmsar næringarráðleggingar varðandi t.d. blóðsykur, magasýrur, fræolíur, soja prótein, eplaedik, bætiefni og steinefni en einnig um hvaðan áhuginn á hollri og góðri næringu kemur, insúlínviðnám, að greina óþol, áhrif streitu á heilsu, frumkvöðlastarfsemi og að næring sé boðefni.
Beta segir einnig að við eigum ekki endilega öll að vera sammála heldur hlusta á eigin huga og líkama til þess að hámarka heilsu okkar.