
Dagur 1 - Uppþemba á bak og burt
þú ættir að finna góðan árangur eftir fyrsta daginn t.d. minni uppþemba og aukin vellíðan.
Dagur 2 - Aukin orka og vellíðan
Dagurinn þar sem jákvæðir hlutir eins og aukin orka og vellíðan. Já, það gerist margt jákvætt á fyrstu dögunum.
Dagur 3 - 48 klukkustundir að ná jafnvægi
Ef þú ert ákveðin að gera jákvæðar lífsstílsbreytingar þá ertu á góðri leið. Þessi dagur ætti að breyta líðan þinni og kolvetnalöngun. Á þriðja degi nærðu blóðsykursjafnvægi, sem þýðir að það færir ró í sál og líkama.
Dagur 4 - Öll sykurlöngun horfin
þessi dagur er sá besti því orkan ætti að vera farin að tikka inn og löngunin í sætindi eða kolvetni er horfin og þú upplifir frelsistilfinningu.
Dagur 5 - Húð og hár ljóma
Njóttu þess að finna hvernig líkaminn svarar þér með þessum jákvæðum breytingum með því að veita húðinni ljóma.
Dagur 6 - Ró farin að færast yfir
Dagurinn sem ætti að vera til að hugleiða og njóta þess að finna þá ró og vellíðan sem rétt mataræði veitir. Minni bólgur og aukin orka eru góð verðlaun eftir 6 daga.
Dagur 7 - Hórmóna jafnvægi
Dansaðu og njóttu. Þetta er dagurinn þegar hormónarnir fara að vakna og þú upplifir umhverfið og lífið í aðeins skærari litum og þér ætti að líða eins og þig langi mest af öllu að dansa og njóta. leyfðu þér að skína og blómstra.

