Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

4 vikna matarprógramm

4 vikna matarprógramm

Byrjar 7. janúar 2025

Þrælöflugt og einstaklingsmiðað 4 vikna matar- og lífsstílsprógramm byggt á bókinni Þú Ræður – náðu stjórn með 4 vikna matarprógrammi.

Venjulegt verð 59.990 kr
Venjulegt verð 89.990 kr Söluverð 59.990 kr
Tilboð Uppselt
Skoða allar upplýsingar

Þetta er rétta námskeiðið fyrir þig ef þú vilt: 

bæta heilbrigði þitt - andlega og líkamlega

auka orku, úthald og afköst

auka lífsgæði þín og vellíðan

ná betra jafnvægi í mataræði

hraðari efnaskipti, betri meltingu, minna mittismál

fækka aukakílóum og örva fitubrennslu

draga úr bólgum

lækka blóðþrýsting

mýkja liði og minnka bólgur, verki og þreytu í stoðkerfi

sjá jákvæðar og frísklegar breytingar á húð, hári og nöglum – hægja á öldrun

næra hormónakerfið, þ.m.t. streitu- og kynhormóna

losna við sykurpúkann - fyrir fullt og allt

rata út úr heilaþokunni - auka einbeitingu og skerpa minni

sofa betur

ráða betur við álag, áreiti, kvíða og depurð/þunglyndi

efla ónæmiskerfið

auka kynhvöt og úthald

231507.myshopify.com image

ÞÚ RÆÐUR

Með einföldum en árangursríkum aðferðum, næringarríku mataræði og miklum stuðningi, fræðslu og hvatningu er námskeiðinu ætlað að efla heilbrigði þitt bæði andlega og líkamlega, endurnæra líkama þinn og leggja grunninn að nýjum og endurbættum lífsstíl. 

Á næstu 4 vikum lærir þú: 

  • Aðferðir til að halda blóðsykrinum í heilbrigðu jafnvægi - út daginn

  • Hvað það nákvæmlega er sem kemur í veg fyrir slök efnaskipti og meltingu og hvernig hægt er að bæta þar úr

  • Hvernig fæða, bætiefni og ofurfæða getur aukið orku þína og úthald

  • Aðferðir sem bæta svefn þinn og auka þol gegn álagi

  • Að núllstilla líkamann með mataræði þar sem áherslan er á hreina fæðu úr okkar einstöku íslensku náttúru

  • Um fæðu, bætiefni og ofurfæðu sem hámarka þína heilsu og draga úr líkum á langvinnum sjúkdómum

  • Aðferðir sem auka sjálfstraust og lífsgleði og hvernig þú getur margfaldað líkurnar á því að ná langþráðum heilsumarkmiðum þínum

Námskeiðið

Námskeiðið byggir á því sérhannaða matarprógrammi sem ég bjó mér til á þeim tíma þegar ég þurfti að leita allra leiða til að ná aftur heilsu, vinnufærni og bættum lífsgæðum eftir lífshættuleg veikindi.

Prógrammið leggur áherslu á góða blóðsykursstjórnun. Með því að fylgja þeim aðferðum sem þú lærir á námskeiðinu tókst mér að ná betri heilsu og öðlast meiri hamingju og jafnvægi í lífinu öllu. 

Persónubundið

Við aðlögum prógrammið fullkomnlega að þínum þörfum -núna ert það þú sem ert í fyrsta sæti.

Námskeiðinu er ætlað að færa þér heilbrigðari og jákvæðari líkamsvitund og kenna þér einfaldar en magnaðar leiðir sem bæta lífsstíl þinn og mataræði. Sérstaklega er hugað að matarsóun og því að hafa matargerðina þannig að hún spari þér bæði tíma og pening.

Við förum saman yfir það sem mögulega hefur haldið aftur af þér hingað til og komið í veg fyrir það að þú hafir náð heilsutengdum markmiðum þínum.

Ég aðstoða þig við að velja og setja þér raunhæf markmið og skoða með þér einföld ráð sem hámarka líkurnar á því að þú náir lífsstílstengdum markmiðum þínum og draumum. 

Námskeiðið er byggt upp á mjög einfaldan og auðskiljanlegan hátt en þannig hámörkum við líkurnar á því að þú fylgir þessu nýja matarprógrammi ekki aðeins næstu fjórar vikurnar heldur áfram inn í framtíðina.

Mín ósk er að námskeiðið verði þér traustur grunnur að heilbrigðari lífsstíl og betra mataræði héðan í frá. 

Uppskriftirnar

Yfir 50 uppskriftir –allar máltíðir og millimál frá morgni til kvölds í fjórar vikur - einfaldar, fljótlegar og ljúffengar uppskriftir úr hreinu, fjölbreyttu og næringarríku íslensku hráefni.

Uppskriftirnar eru sérstaklega samsettar þannig að þú finnir áþreifanlega fyrir því hvernig orka þín og heilsa eflist með degi hverjum af mat sem ekki aðeins er auðugur af vítamínum, próteinum, steinefnum og hollri fitu heldur jafnar blóðsykurinn og heldur honum stöðugum yfir daginn.  

Innifalið í námskeiðinu er: 

  • Innkaupalisti fyrir allar vikurnar fjórar.

  • Tvö 50 mínútna einkaviðtöl í upphafi námskeiðs og í lokin.

  • Ráðleggingar um ofurfæði og bætiefni sem henta þér og þinni heilsu sérstaklega.

  • Símaráðgjöf 1x í viku, allar vikurnar fjórar

  • Persónuleg ráðgjöf, stuðningur og hvatning - þú hefur aðgang að mér alla daga, alla leið. Ég er hér fyrir þig.

  • Hagnýt ráð varðandi mataræði, bætiefni, markmiðasetningu, andlega líðan og heilsu.

Heildræn nálgun fyrir líkama og sál.

Þetta 4 vikna matarprógramm kennir þér þrautreyndar og áhrifaríkar aðferðir sem munu skila þér meiri orku, lífsgleði og þú verður tilbúnari til að takast á við tækifærin og draumana sem bíða þín handan við hornið! 

231507.myshopify.com image

Settu sjálfa þig í fyrsta sæti

Ath. styrki/endurgreiðslu frá stéttarfélaginu þínu