Fyrirlestur fyrir þinn vinnustað

Getur röng næring og inntaka bætiefna og vítamína skaðað heilsuna? 

Hvaða næring gefur okkur orku til að endast daginn bæði í leik og starfi, og hvaða fæðutegundir, vítamín eða bætiefni skerpa einbeitingu og minni?

Er það næringunni um að kenna ef ég er alltaf eins og hengd upp á þráð og pirr/aður/uð?

 

Það vefst ekki fyrir næringarfræðingnum Betu Reynis að svara þessum og öðrum spurningum á líflegum hvatningarfyrirlestrum og námskeiðum, þar sem farið er yfir mátt næringar og mikilvægi þess að ástunda heilbrigðan lífsstíl og jákvæð lífsviðhorf.

 

Á mannamáli og án allra öfga kennir Beta okkur einfaldar en þrælöflugar leiðir til að hámarka heilsu, úthald og hamingju. Kynntar eru aðferðir sem auðvelda okkur að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu og efla innra með okkur aukinn drifkraft. Hvorutveggja skilar okkur í mark langþráðra heilsumarkmiða.

Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti frá CET og útskrifaðist sem næringarfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands árið 2016. Heiti meistararitgerðar hennar er Mannrækt á vinnustað þar sem rannsökuð voru inngrip heilsufræðinga á vinnustaði og útfærsla mismunandi leiða til að efla heilbrigði og ánægju fólks á vinnumarkaði. 

 

Beta er þrautreyndur fyrirlesari, sem haldið hefur fjölmarga fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök út um land allt. Hún er vinsæll ráðgjafi og álitsgjafi í fjölmiðlum auk þess að hafa í bæði einkatímum og á námskeiðum leiðbeint þúsundum einstaklinga í átt að betri heilsu og líðan.

 

Sjálf býr Beta yfir þeirri erfiðu reynslu að detta tímabundið út af vinnumarkaði í kjölfar lífshættulegra veikinda, en með jákvætt viðhorf og seiglu að vopni náð að efla heilsuna og koma tvíelfd til baka. Í nýlegri bók sinni, Þú ræður, er að finna fjögurra vikna matar- og lífsstílsprógramm sem byggt er á þeim aðferðum sem Beta þróaði og nýtti sér á sínum tíma. Þær aðferðir hafa nú þegar skilað fjölmörgum skjólstæðingum hennar frábærum árangri. 

Tímalengd, áherslur, efnisval og fyrirkomulag allra fyrirlestra og námskeiða er alfarið sérsniðið að þínum óskum. Hægt er að vinna með ákveðna þætti ef óskað er, s.s. blóðsykursstjórnun eða hvernig mögulega megi betrumbæta mötuneytið. 

Vel nærð náum við árangri

Heildræn heilsuefling á vinnustað eykur afköst, starfsgleði og samstöðu og fækkar veikindadögum. Það að hlúa vel að starfsfólki hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á vinnustaðinn heldur einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu, vini og samfélagið allt.

Fróðleikur og fræðsla

Beta er vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum og veigrar sér þar ekki við að miðla til okkar ákveðnum skoðunum sínum á mataræði og öðrum þáttum, sem áhrif hafa á almenna heilsu og heilbrigðiskerfið í heild sinni. 

Næringarfræðingur á vinnustaðinn

Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti og næringarfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands.

Hún hefur um árabil unnið með einstaklinga sem bæta vilja heilsu sína. Með heildrænni nálgun, og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, kennir Beta skjólstæðingum sínum aðferðir sem hjálpa þeim að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu.

Viltu bóka fyrirlestur?

Hefur þú einhverjar spurningar?

Ertu forvitin/n um lausar dagssetningar eða verð?

Hafa samband