Fyrirlestur á vinnustað

Beta Reynis

Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti frá CET og útskrifaðist sem næringarfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands árið 2016. Heiti meistararitgerðar hennar er Mannrækt á vinnustað þar sem rannsökuð voru inngrip heilsufræðinga á vinnustaði og útfærsla mismunandi leiða til að efla heilbrigði og ánægju fólks á vinnumarkaði.  

Næringarfræðingur

Beta er þrautreyndur fyrirlesari, sem haldið hefur fjölmarga fyrirlestra fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök út um land allt. Hún er vinsæll ráðgjafi og álitsgjafi í fjölmiðlum auk þess að hafa í bæði einkatímum og á námskeiðum leiðbeint þúsundum einstaklinga í átt að betri heilsu og líðan.  

Þú Ræður

Sjálf býr Beta yfir þeirri erfiðu reynslu að detta tímabundið út af vinnumarkaði í kjölfar lífshættulegra veikinda, en með jákvætt viðhorf og seiglu að vopni náð að efla heilsuna og koma tvíelfd til baka. Í nýlegri bók sinni, Þú ræður, er að finna fjögurra vikna matar- og lífsstílsprógramm sem byggt er á þeim aðferðum sem Beta þróaði og nýtti sér á sínum tíma. Þær aðferðir hafa nú þegar skilað fjölmörgum skjólstæðingum hennar frábærum árangri. 

Hausttiltekt fyrir tannlæknastofur

Fyrirlestur um mannrækt, vellíðan og vitund á vinnustað

Hvernig getum við bætt starfsánægju og heilsu á stofunni?

Í þessum innblásna fyrirlestri skoðum við:

✨ Hvernig fræðsla og samkennd styrkir teymið

✨ Áhrif næringar og lífsstíls á orku og fjarveru

✨ Einföld skref að heilbrigðari og ánægjulegri vinnustaðarmenningu

Fyrirlesari: Beta Reynis næringarfræðingur

Bókanir í haust hafnar – fyrir tannlæknastofur sem vilja efla sitt fólk.

Hafðu samband til að bóka fyrirlestur eða fá nánari upplýsingar

Hafa samband

Vel nærð náum við árangri

Heildræn heilsuefling á vinnustað eykur afköst, starfsgleði og samstöðu og fækkar veikindadögum. Það að hlúa vel að starfsfólki hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á vinnustaðinn heldur einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu, vini og samfélagið allt.