Næring og heilsa - fyrirlestur
Skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur með Betu Reynis næringarfræðingi.
Þar sem hún leiðir okkur inn í allt um heilsu, lífsgæði og hamingju, hvaða leiðir eru góðar til að auka heilbrigði á skynsaman hátt.
Hvaða aðferðir og fæðutegundir geta minnkað bólgur og bjúgmyndun. Hvaða ráð eru góð til að auka orku, bæta svefn og fylla hormónakerfið af gleði og hamingju.
Hvernig bætum við meltinguna og af hverju eru magasýrurnar svona mikilvægar.
Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara og tryggðu þér miða strax.
Tímalengd 1 klukkutími og 30 min.
14. janúar 2025, kl: 20:00
Hús Hjálpræðishersins - Suðurlandsbraut 72
Miðaverð
Bókapartý - Penninn Eymundsson
Dagsettning: 14. nóvember 2024
Klukkan: 16:00-18:00
Hvar: Penninn Eymundsson
Staðsetning: Bárustígur 2, 900 Vestmannaeyjar
Hlakka til að hitta ykkur sem flest.
FYRIRLESTUR Á HÖFN Í HORNAFIRÐI: NÆRING OG HEILDRÆN HEILSA
Hverju máttu búast við?
Í þessum fyrirlestri er lögð áhersla á að allar ákvarðanir sem þú tekur varðandi val á næringu og lífsstíl hefur áhrif á velgengni þína og lífsfyllingu/hamingju.
Einnig fróðleikur um hvað getur bætt þína eigin heilsu:
- Ertu með fæðuofnæmi eða óþol, jafnvel án þess að hafa kveikt á því?
- Ertu orku- og úthaldslaus?
- Er meltingin ekki alveg upp á það besta?
- Hvernig aukum við kynhvöt og getu í gegnum lífsstíl og mataræði?
- Hvað stillir af hormónabúskapinn?
- Lágkolvetna, ketó, föstur og vegan, hvaða mataræði og næring hentar þínum líkama best?
- Einhver sérstök vítamín og/eða bætiefni sem gott er að taka inn reglulega?
- Er það að fasta góð hugmynd og hversu lengi er æskilegt að fasta?
Sjáumst 25. sept. þar sem ég mun svara þessum spurningum og mörgum öðrum sem geta opnað augun okkar fyrir bættri heilsu og vellíðan.