7 daga matarprógramm
7 daga matarprógramm
Þetta 7 daga matarprógramm er fyrst og fremst hugsað fyrir konur á öllum aldri sem bæta vilja líðan sína og lífsgæði.
Prógrammið nærir bæði líkama og sál og skilar ótrúlegum árangri á aðeins 7 dögum!
Efnið og uppskriftirnar eru unnar upp úr bókinni Þú Ræður – 4 vikna matarprógramm eftir Betu Reynis næringrfræðing sem hannaði þetta prógramm upphaflega til að bjarga eigin heilsu.
Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim konum sem finnst þær eiga erfitt með að koma sér í gang varðandi rétta næringu og heilsusamlegan lífsstíl.
Hér færðu fullt af hvatningu, fræðslu og vel uppsett og einfalt prógramm sem bæta mun heilsu þína og líðan.
Um leið og þú hefur skráð þig á námskeiðið þá getur þú byrjað á þínu 7 daga matarprógrammi.
Byrjaðu strax í dag!
Hvernig virkar prógrammið?
Unnið er með það að leiðarljósi að leiðrétta lífsstílinn með góðri og réttri næringu, skammtastærðum og fræðslu til að fylgja ráðleggingum eftir og læra að hlusta á líkamann og hvað þarf til að upplifa heilbrigði.
-
NÁMSKEIÐIÐ
Þetta er rétta námskeiðið fyrir þig ef þú ert með fylgikvilla eins og orku- og svefnleysi, bjúgmyndun og bólgur.
-
7 DAGAR
Þú fylgir uppskriftum fyrir dagana 7 og ráðleggingum, hlustar á fræðslu og skrifar markmið og drauma í dagbók.
-
JÁKVÆÐAR BREYTINGAR
Lögð er áhersla á það að fylgja prógramminu samviskusamlega í 7 daga en það mun skila þér jákvæðum breytingum.
Á þessum 7 dögum getur þú átt von á því að finna eftirfarandi:
Samanbrjótanlegt efni
Dagur 1 - Uppþemba á bak og burt
þú ættir að finna góðan árangur strax fyrsta daginn t.d. minni uppþemba og aukin vellíðan.
Dagur 2 - Aukin orka og vellíðan
Dagurinn þar sem jákvæðir hlutir eins og aukin orka og vellíðan.
Já, það gerist margt jákvætt á fyrstu dögunum.
Dagur 3 - það tekur blóðsykurinn að jafnaði 48 klukkustundir að ná jafnvægi
Ef þú ert ákveðin að gera jákvæðar lífsstílsbreytingar þá ertu á góðri leið.
Þessi dagur ætti að breyta líðan þinni og kolvetnalöngun.
Á þriðja degi nærðu blóðsykursjafnvægi, sem þýðir að það færir ró í sál og líkama.
Dagur 4 - Öll sykurlöngun horfin
þessi dagur er sá besti því orkan ætti að vera farin að tikka inn og löngunin í sætindi eða kolvetni er horfin og þú upplifir frelsistilfinningu.
Dagur 5 - Húð og hár ljóma
Njóttu þess að finna hvernig líkaminn svarar þér með þessum jákvæðum breytingum með því að veita húðinni ljóma.
Dagur 6 - Ró farin að færast yfir
Dagurinn sem ætti að vera til að hugleiða og njóta þess að finn þá ró og vellíðan sem rétt mataræði veitir.
Minni bólgur og aukin orka eru góð verðlaun eftir 6 daga.
Dagur 7 - Hormónar eins og gleði- og svefnhormón farin að njóta sín í þessu góða umhverfi næringar og sjálfsástar
Dansaðu og njóttu.
Þetta er dagurinn þegar hormónarnir fara að vakna og þú upplifir umhverfið og lífið í aðeins skærari litum og þér ætti að líða eins og þig langi mest af öllu að dansa og njóta.
leyfðu þér að skína og blómstra.
Láttu næstu 7 daga vera upphafið að heilbrigðara og léttara lífi!
-
BYRJAÐU STRAX Í DAG!
-
Greiðsla
Um leið og þú hefur gengið frá greiðslu opnast fyrir námskeiðið.
-
Mitt svæði
Farðu inn á mitt svæði á heimasíðunni.
Námskeiðið er sett upp á mjög skipulagðan hátt.
-
Undirbúningur
Gott er að gefa sér einn dag áður en byrjað er til að horfa á kynninguna, lesa skilmálana, innganginn að innkaupalistanum og skoða vel uppskriftirnar og innkaupalistann áður en verslað er inn fyrir vikuna.
Að því loknu er allt til reiðu.