7 daga matarprógramm
7 daga matarprógramm
Til að ná árangri þarf að hafa skýr markmið og góðan ásetning og á þessum 7 dögum lærir þú að setja þér markmið og fylgja þínum ásetningi.
Árangurinn er í þínum höndum.
Megi þetta námskeið færa þér góða heilsu, vellíðan og hámarks hamingju.
Hvernig virkar prógrammið?
Unnið er með það að leiðarljósi að leiðrétta lífsstílinn með góðri og réttri næringu, skammtastærðum og fræðslu til að fylgja ráðleggingum eftir og læra að hlusta á líkamann og hvað þarf til að upplifa heilbrigði.
Þetta er rétta námskeiðið fyrir þig ef þú ert með fylgikvilla eins og orku- og svefnleysi, bjúgmyndun og bólgur.
Þú fylgir uppskriftum fyrir dagana 7 og ráðleggingum, hlustar á fræðslu og skrifar markmið og drauma í dagbók.
Lögð er áhersla á það að fylgja prógramminu samviskusamlega í 7 daga en það mun skila þér jákvæðum breytingum.
Á þessum 7 dögum getur þú átt von á því að finna eftirfarandi:
Dagur 1 – uppþemba á bak og burt
Dagur 2 – aukin orka og vellíðan
Dagur 3 – þá nærðu blóðsykursjafnvægi (það tekur blóðsykurinn að jafnaði 48 klukkustundir að ná jafnvægi)
Dagur 4 - Öll sykurlöngun horfin
Dagur 5 - Húð og hár ljóma
Dagur 6 - Ró farin að færast yfir líkamann og bólgur á undanhaldi
Dagur 7 - Hormónar eins og gleði- og svefnhormón farin að njóta sín í þessu góða umhverfi næringar og sjálfsástar
Láttu næstu 7 daga vera upphafið að heilbrigðara og léttara lífi!
Um leið og þú hefur gengið frá greiðslu opnast fyrir námskeiðið. Farðu inn á mitt svæði á heimasíðunni.
Námskeiðið er sett upp á mjög skipulagðan hátt. Gott er að gefa sér einn dag áður en byrjað er til að horfa á kynninguna, lesa skilmálana, innganginn að innkaupalistanum og skoða vel uppskriftirnar og innkaupalistann áður en verslað er inn fyrir vikuna.
Að því loknu er allt til reiðu.
Gangi þér sem allra best!