Ég hef mikið verið að velta fyrir mér nýlegum fréttum um að ungt fólk í dag greinist í auknum mæli með kulnun, og að kvíði hafi aukist marktækt í þeirra hópi. Ég velti því fyrir mér hvort um sé að ræða eftirköst þeirra ströngu samkomutakmarkana sem fylgdu hinu hrútleiðinlega Covid tímabili; hvort hangsi á samfélagsmiðlum eins og Tik Tok, Snapchat og Instagram sé um að kenna, eða hvort mataræði ungdómsins í dag sé í tómu tjóni og þurfi hressilega yfirhalningu. Einn möguleiki sem mér vitanlega hefur ekki verið skoðaður marktækt, er aukin neysla ungs fólks á nikótínpúðum, veipi og nikótíntyggjó.
Nýlega fékk ég til mín í ráðgjöf, unga konu sem glímdi við alvarlegan heilsubrest. Alls konar meltingarvandamál voru að hafa áhrif á lífsgæði hennar, m.a. endurtekinn niðurgangur, en ekki leið sá dagur að hún væri ekki verkjuð eftir hverja máltíð. Þá var hún í fyrsta sinn á ævinni komin á kvíðastillandi lyf, þrátt fyrir að vera ekki, og hafa aldrei verið, kvíðin að eðlisfari.
Þessi unga kona var búin að ganga á milli lækna áður en hún leitaði til mín, og það án þess að fá skýr svör um hvað gæti verið að valda þessari vanlíðan og var við það að gefast upp og sætta sig við orðinn hlut þegar hún loks kom til mín í ráðgjöf.
Ég ráðlagði henni því að minnka skammtinn. Og það var eins og við manninn mælt, verkir, daglegur niðurgangur og önnur einkenni nánast hurfu.
Eitt það fyrsta sem ég gerði var að senda hana í blóðprufu. Í þeirri blóðprufu kom m.a. í ljós að magn *kortisól var langt umfram það sem eðlilegt má teljast. Blóðprufan og viðtal þar sem farið var nákvæmlega yfir heilsufarssögu hennar, gáfu mér ákveðnar vísbendingar um að nikótínpúðar sem hún notaði daglega, væru mögulega að hafa þessi neikvæðu áhrif á heilsu hennar, bæði andlega og líkamlega, og þá ekki síst á meltingarkerfið. Ég ráðlagði henni því að minnka skammtinn. Og það var eins og við manninn mælt, verkir, daglegur niðurgangur og önnur einkenni nánast hurfu. Saga þessarar ungu konu er því miður ekkert eindæmi en varð til þess að ég fór að velta því alvarlega fyrir mér hvort nikótínpúðar gætu mögulega verið alvarlegri og stærri áhrifaþáttur í versnandi heilsufari ungs fólks en okkur hefur hingað til grunað.
Rannsóknir sýna að dregið hefur úr daglegum sígarettureykingum meðal ungs fólks miðað við það sem áður var. Sem er aldeilis frábært. En að sama skapi hefur neysla á nikótínpúðum, veipi og nikótíntyggjói rokið upp. Sífellt jórtur á nikótíntyggjó hefur áhrif alla leið ofan í maga og veldur þar m.a. vandamálum með magasýrur. Þá er neysla nikótínpúða óvíða meiri en hér á landi en einkenni ofskömmtunar á nikótíni getur einmitt verið hvimleiður niðurgangur eins og hrjáði ungu konuna sem leitaði til mín.
Rannsóknir sýna að nikótín eykur framleiðslu á kortisóli í líkamanum. Það hef ég einmitt oft séð á blóðprufum fólks sem leitar til mín, þ.e. hvernig magn kortisóls í blóði ríkur upp hjá þeim sem nota nikótín reglulega, hvort sem um er að ræða sígarettureykingar, eða notkun á vape eða nikótínpúðum. Þá er vitað að tóbak eykur seytingu á adrenalíni og nor adrenalíni í líkamanum, en við það hækkar blóðþrýstingur og hjartsláttur eykst.
Annað atriði sem fólk kannski áttar sig ekki alltaf á, er að nikótínpúðarnir innihalda ekki eingöngu nikótín, heldur ýmis önnur efni sem haft geta neikvæð áhrif á heilsu okkar
Nikótínpúðar eru oft markaðsettir sem „nikótín-frír“ valkostur. Sem er villandi, því þeir hafa svipað pH gildi, og innihalda álíka nikótínmagn og sígarettur og neftóbak. Annað atriði sem fólk kannski áttar sig ekki alltaf á, er að nikótínpúðarnir innihalda ekki eingöngu nikótín, heldur ýmis önnur efni sem haft geta neikvæð áhrif á heilsu okkar, m.a. gervisætu, bragð-, mýkingar- og hreinsiefni.