Beta Reynis Næringarfræðingur
Beta Reynis er menntaður næringarþerapisti og næringarfræðingur með meistaragráðu frá Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil unnið með einstaklinga sem bæta vilja heilsu sína. Með heildrænni nálgun, og einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, kennir Beta skjólstæðingum sínum aðferðir sem hjálpa þeim að taka meiri ábyrgð á eigin heilsu.
Beta er vinsæll fyrirlesari og álitsgjafi í fjölmiðlum og veigrar sér þar ekki við að miðla til okkar ákveðnum skoðunum sínum á mataræði og öðrum þáttum, sem áhrif hafa á almenna heilsu og heilbrigðiskerfið í heild sinni.